Tíunda kvöldið: 14. apríl

Hér má finna þær spurningar sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér bæði tilvitnanir í orð einstaklinga og tilvísanir í orð úr Biblíunni.

Hvernig nýti ég best þann tíma sem ég á eftir ólifaðan ?

Bara ef við fengum tvö líf. Það fyrra til að gera öll mistökin og hið síðara til að draga lærdóm af mistökunum.

D.H. Lawrence

Páll ritar: Því brýni ég ykkur, systkin, að þið vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi. Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari og læris svo að skilja hver sé viljið Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Rómverjabréfið 12.1-2

Upplifir þú pressu á það að þú aðlagist til að falla inn í samfélagið ?

Vertu þú sjálf(ur). Hinir eru fráteknir.

Oscar Wilde

Elskan sé flærðarlaus. … Verið ástúðleg hvert við annað … og keppist um að sýna hvert öðru virðingu.

Rómverjabréfið 12.9-10

Verið ekki hálfvog í áhuganum, verið brennandi í andanum.
Þjónið Drottni.

Rómverjabréfið 12.11

Hver er þinn framtíðardraumur ?

Hið fullkomna frelsi er að þjóna Guði.

Ágústínus