Hér má finna nokkrar af þeim spurningum sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér bæði tilvitnanir í orð ýmissa einstaklinga og tilvísanir í orð úr Biblíunni.
Hver er Jesús?
Forn söguleg handrit
Rit | skráningartími | elstu eintök | tímamismunur | fjöldi eintaka |
---|---|---|---|---|
Heródótus | 488 – 428 fyrir Krist | 900 eftir Krist | 1300 ár | 8 |
Þúkýdídes | 460 – 400 fyrir Krist | 900 eftir Krist | 1300 ár | 8 |
Tacítus | 100 eftir Krist | 1100 eftir Krist | 1000 ár | 20 |
Stríð í Gallíu | 58 – 50 fyrir Krist | 900 eftir Krist | 950 ár | 9 – 10 |
Saga Rómar | 59 fyrir Kr. – 17 eftir Kr. | 900 eftir Krist | 900 ár | 20 |
Nýja testamentið | 40 – 100 eftir Krist | 350 eftir Krist | 300 ár | 24300 |
… margvíslegar og ítarlegar sannanir eru fyrir því að textar Nýja testamentisins
F.J.A. Hort
eru í sérflokki þegar kemur að safni fornra handrita
Hver var Jesús?
Þú getur ekki sloppið auðveldlega og sagt bara um Jesú að hann hafi verið mikill hugsuður
Bono
eða heimspekingur þegar staðreyndin er að hann fór um og sagðist vera Messías.
Þess vegna var hann krossfestur.
Hann var krossfestur því að hann sagðist vera sonur Guðs.
Mín skoðun er annað hvort var hann sonur Guðs eða rugludallur
og mér finnst erfitt að trúa því að milljónir manna, helmingur jarðarbúa í 2000 ár,
hafi látið heillast af rugludalli. Ég trúi því ekki, ég trúi að Jesús hafi verið sonur Guðs.
Hvað sagði Jesús sjálfur um sig ?
Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.
Jóhannes 6.35
Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.
Jóhannes 8.12
Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.
Jóhannes 11.25-26
Fleiri ritningarstaðir þar sem við sjáum hvað Jesús segir um sig sjálfan:
Maður sem væri bara maður og segði það sem Jesús sagði væri ekki góður kennari hann væri annað hvort geðveikur eða illur andi helvítis. Þú verður að velja! Annað hvort var Jesús og er sonur Guðs eða geðveikur eða þaðan af verra. Forðumst tilgerðalegt hjal að hann hafi verið mikill kennari. Hann útilokar sjálfur þann möguleika. Það er ekki inni í myndinni.
C.S. Lewis
Hvað kenndi Jesús ?
Þú skalt elska náungan eins og sjálfan þig.
Markús 12.31
Eins og þér viljið að aðrir menn geri við yður,
Lúkas 6.31
svo skuluð þér og þeim gera.
Elskið óvini yðar.
Matteus 5.44
Jesús uppfyllti yfir 300 spádóma sem ritaðir voru í Gamla testamentið áður en hann fæddist af ólíkum aðilum á yfir 500 ára tímabili, þar af 29 á einum degi.
Telur þú að Jesús hafi risið upp frá dauðum ?
- Líflaus líkami Jesú var ekki í gröfinni né annars staðar.
- Verðmæt líkklæðin voru í gröfinni, líka þyrnikórónan.
- Fjöldi vitna sáu Jesús nokkrum sinnum eftir krossdauða hans.
- Lærisveinar Jesús tóku að kenna það og afneituðu aldrei þrátt fyrir að hafa flestir verið pyntaðir og teknir af lífi fyrir að einmitt það að halda því fram.
- Áætlað er að yfir 2,3 miljarður manna á jörðinni í dag líti á sig sem kristna.