Fjórða kvöldið: 3. mars

Hér má finna nokkrar af þeim spurningum sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér tilvísanir í orð úr Biblíunni og ljósmynd af málverki sem sagt er frá.

Hvernig eignast ég trú ?

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til.

2. Korintubréf 5.17

Hvað er trú ?

En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans.

Jóhannes 1.12

Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið að þér hafið eilíft líf.

1. Jóhannesarbréf 5.13

Trúin kemur þannig af því að heyra. Og það sem heyrt er byggist á orðum Krists.

Rómverjabréfið 10.17

Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum.

Opinberunarbókin 3.20

Málverkið Ljós heimsins eftir William Holman Hunt frá 1904

Vér fórum allir villir vegar sem sauðir, héldum hver sína leið en Drottinn lét synd vor allra koma niður á honum.

Jesaja 53.6

Laun syndarinn er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.

Rómverjabréfið 6.23

En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi.

Galatabréfið 5.22-23

Sjálfur andinn vitnar með anda okkar að við erum Guðs börn.

Rómverjabréfið 8.16