Sjötta kvöldið: 17. mars

Hér má finna nokkrar af þeim spurningum sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér bæði tilvitnun í Corrie Ten Boom og tilvísanir í orð úr Biblíunni.

Hvernig og hvers vegna bið ég ?

Biður þú ?

Fyrir tilverknað Jesú getum við nálgast föðurinn í einum anda.

Efesusbréfið 2.18

Heilagur andi hjálpar okkur í veikleika okkar. Við vitum ekki hvers við eigum að biðja eins og ber en sjálfur andinn biður fyrir okkur …

Rómverjabréfið 8.26

Þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Matteus 6.6

Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.

Filippíbréfið 4.6

Þegar lest fer í gegnum jarðgöng og allt verður dimmt, þá hendirðu ekki miðanum og hoppar út. Þú situr róleg(ur) og treystir lestarstjóranum.

Corrie Ten Boom

Hvernig biður þú ?

Góði Guð við þökkum þér að þú ert himneskur faðir okkar. Ég þakka þér að þú elskar mig og vilt að ég kynnist þér betur í bæn. Hjálpaðu mér að biðja. Í Jesú nafni, amen.