Hér má finna nokkrar af þeim spurningum sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér bæði tilvitnanir í orð ýmissa einstaklinga og tilvísanir í orð úr Biblíunni.
Hvers vegna er ég hér á jörðinni ?
Hvert stefni ég ?
Er lífið hér allt og sumt ?
Er eitthvað meira við lífið og tilveruna ?
Hvert leitar þú með stóru spurningarnar í lífinu?
Ég vildi að öll gætu orðið rík og fræg og eignast allt sem þau dreymir um svo þau gætu komist að raun um að svarið liggur ekki í því.
Jim Carrey
Eiturlyf og áfengi eru ekki vandi minn. Raunveruleikinn er það.
Russel Brand
Eiturlyf og áfengi eru lausn mín til að fylla upp í tómarúmið.
Jesús sagði: Ég er lífsins brauð.
Jóhannes 6.35
Þú getur átt allt sem hugurinn girnist en samt verið einmanna.
Freddy Mercury
Það er versta tegund einmannaleikans.
Velgengnin hefur fært mér aðdáun milljóna og mikil auðæfi en um leið haldið því frá mér sem allir þurfa á að halda. Viðvarandi og kærleiksríkt samband.
Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Jóhannes 14.6
Hvað færir þér hamingju?
Sé kristindómurinn rangur skiptir hann engu, sé hann sannur skiptir hann öllu.
C. S. Lewis
Það eina sem hann getur ekki verið er einhvers staðar mitt á milli.

Jesús sagði: Ég er kominn til þess að þið hafið líf, líf í fyllstu gnægð.
Jóhannes 10.10