Níunda kvöldið: 7. apríl

Hér má finna þær spurningar sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér tilvísanir í orð úr Biblíunni sem fram koma.

Læknar Guð í dag ?

Ég er Drottinn, græðari þinn.

2. Mósebók 15.26

Jesús fór nú um alla Galíleu, kenndi í samkundum þeirra,
prédikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal fólksins.

Matteus 4.23

Jesús segir við lærisveina sína: Læknið þá sem þar eru sjúkir og segið þeim: Guð ríki er komið í nánd við yður.

Lúkas 10.9