Þriðja kvöldið: 24. febrúar

Hér má finna nokkrar af þeim spurningum sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér bæði tilvitnanir í orð ýmissa einstaklinga og tilvísanir í orð úr Biblíunni.

Hvers vegna dó Jesús ?

Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.

Rómverjabréfið 3.23

Því hefur þú, maður, sem dæmir, enga afsökun hver sem þú ert. Um leið og þú dæmir annan dæmir þú sjálfan þig því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.

Rómverjabréfið 2.1

Jesús bar sjálfur syndir okkar á líkama sínum upp á tréð, … Fyrir hans benjar eruð þið læknuð.

1. Pétursbréf 2.24

Blóð Jesú, Guðs sonar, hreinsar okkur af allri synd.

1. Jóhannesarbréf 1.7

Öllum finnst fyrirgefning ljómandi hugmynd uns kemur að þeim sjálfum að fyrirgefa.
Þá verður það erfitt.

C.S. Lewis