Sjöunda kvöldið: 24. mars 2025

Hér má finna þær spurningar sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér bæði tilvitnanir í orð einstaklinga og tilvísanir í orð úr Biblíunni.

Hvað góðu fréttir hefur þú heyrt nýlega ?

Hvers vegna ætti ég að segja öðrum frá trú minni og hvernig ?

Þér eruð salt jarðar. … Þér eruð ljós heimsins. … Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami himneskjan föður yðar.

Matteus 5.13-16

Það eru ekki konungar og herforingjar sem skapa söguna,
heldur er það fólkið sjálft.

Nelson Mandela

Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu.

1. Pétursbréf 3.15-16

Myrkur rekur ekki út myrkur – aðeins ljósið getur gert það.
Hatur sigrar ekki hatur – aðeins kærleikur getur það.

Martin Luther King JR

Eitt veit ég, að ég, sem var blindur, er nú sjáandi.

Jóhannes 9.25

Fagnaðarerindið kom ekki til ykkar í orðum einum heldur í krafti og heilögum anda með fyllstu sannfæringu.

1. Þessaloníkubréf 1.5

Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn.

Rómverjabréfið 5.5