Áttunda kvöldið: 31. mars

Hér má finna þær spurningar sem varpað er upp í fræðslunni.
Auk þess eru hér bæði tilvitnanir í orð einstaklinga og tilvísanir í orð úr Biblíunni.

Hvernig get ég staðist á móti hinu illa ?

Er djöfullinn til ?

Hvers vegna gerast slæmir hlutir ?

Ég veit að Guð er til, því að í Rúanda tók ég í höndina á djöflinum.
Ég hef séð hann, lyktað af honum og snert hann.
Ég veit að djöfullinn er til og þess vegna veit ég að Guð er til.

Roméo Dallaire í „Shake hand with the devil“

Þjófurinn kemur ekki nema til að stela, slátra og eyða.
Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.

Jóhannes 10.10

Hvað freistar þín helst ?

Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú.

Rómverjabréfið 8.1

Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt okkur yfir í ríki síns elskaða sonar.

Kólossubréfið 1.13

Klæðist alvæpni Guðs til þess að þið getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan sem við eigum í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Takið því alvæpni Guðs til þess að þið getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli þegar þið hafið sigrað allt.
Standið því gyrt sannleika um lendar ykkar og klædd réttlætinu sem brynju og skóuð á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðin um frið. Takið umfram allt skjöld trúarinnar sem þið getið slökkt með öll logandi skeyti hins vonda. Setjið upp hjálm hjálpræðisins og grípið sverð andans, Guðs orð. Gerið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda.

Efesusbréfið 6.11-18

Gefið ykkur Guði á vald, standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur. Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.

Jakobsbréf 4.7-8

Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.

Rómverjabréfið 12.21